Heilavinur

Viljayfirlýsing um frekara samstarf við Öldrunarheimili Akureyrar var undirritað 2018 um að vinna saman að ýmsum verkefnum á sviði fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Viljayfirlýsingin staðfesti áframhaldandi samstarf um uppbyggingu náms og námskeiða fyrir almenning og fagfólk, samstarfs um að bjóða til samverustunda, Alzheimerkaffis og fræðslu- og hópastarf líkt og hefur verið haldið í húsakynnum ÖA. Undirbúningur um að gera Akureyrarbæ að fyrsta „Styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun“ hófst 2018 og fræðslustarfsemin var innleidd 2019-2020.

Staðan á Íslandi

Aukin vitund allra ýtir undir vellíðan og öryggi þessa viðkvæma hóps en talið er að 5000 einstaklingar búi við heilabilunarsjúkdóma á Íslandi, þar af u.þ.b. 300 manns undir 65 ára aldri. Búast má við verulegri fjölgun samhliða hækkandi aldri þjóðarinnar. Samkvæmt WHO eru nú þegar um 55 milljón manns í heiminum með heilabilunarsjúkdóm og ár hvert bætast við um 10 milljón tilfella. 

Innleiðing fræðsluverkefnis

Fræðsluverkefnið er annars vegar landsátakið : „Ég er heilavinur af öllu hjarta“  þar sem almenningur fær aukna fræðslu og er virkjaður. Hins vegar samstarf við sveitarfélög um að gera þau að „Styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun“ þar sem meðal annars stofnanir og fyrirtæki innan sveitarfélagsins fá fræðslu um heilabilunarsjúkdóma og geta mætt fólki með heilabilun af meiri skilning sem eykur þátttöku fólks í samfélaginu. Akureyrarbær var fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem hóf innleiðingu á Styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Hafnarfjarðarbær bættist við í hópinn skömmu síðar og kallar sig í dag heilavinabæ.

Heilavinur af öllu hjarta

Heilavinir leggja sitt að mörkum til að breiða út þekkingu um heilabilun og hjálpast að við að brjóta niður þá fordóma sem oft fylgir greiningu. Vertu með og skráðu þig sem Heilavin á www.heilavinur.is. Heilavinir leggja sitt að mörkum til að breiða út þekkingu um heilabilun og hjálpast að við að brjóta niður þá fordóma sem oft fylgir greiningu. Tökum virkan þátt í að hjálpa fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra til að eiga innihaldsríkt líf þarf sem samfélagið mætir þeim af virðingu, skilur vanda þeirra og aðstoðar eftir besta megni. Með stuðningi er hægt að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir þennan sjúkdóm. Markmiðið er - Vinur fyrir hvern einstakling með heilabilun Söfnum saman 5.000 Heilavinum Með ykkar hjálp tekst okkur að finna Heilavini víðs vegar um landið og vinna markvisst að því að mæta þörfum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra.

Styðjandi samfélag gerir fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra kleift að lifa í samfélagi sem skilur stöðu þeirra og mætir þeim af virðingu. Markmiðið með fræðsluverkefninu er meðal annars að draga úr fordómum varðandi heilabilunarsjúkdóma. Það að tala opið um sjúkdóminn auðveldar fjölskyldumeðlimum og vinum að bjóða fram aðstoð sína og gerir einstaklingnum auðveldara að þiggja ráðleggingar og aðstoð sem nærumhverfið býður upp á. Það er ekki endilega hægt að sjá á fólki að það þjáist af heilabilunarsjúkdóm og er viljinn með fræðsluverkefninu að auka þekkingu fólks um heilabilunarsjúkdóma.

Engin læknismeðferð er til við heilabilunarsjúkdómum en margt er vitað um áhrif heilabilunarsjúkdóma á daglegt líf þeirra sem hlut eiga að máli. Með innleiðingunni er auðveldara að mæta fólki með heilabilun af meiri skilning sem eykur þátttöku fólks í samfélaginu. Meginreglur styðjandi samfélags er að fólk með heilabilun séu hluti af samfélaginu, taki þátt og þekki réttindi sín. Umhverfið og félagslegar aðstæður þurfa að gera ráð fyrir og meðtaka þarfir fólks með heilabilun til að styðja við að fólk geti átt innihaldsríkt líf í samfélaginu. Félagslegar breytingar krefjast samstarfs hjá öllum sviðum stjórnvalda, félagasamtaka og fleirum. Allt þetta styrkir fólk með heilabilun til að taka þátt félagslega og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Gerum Ísland að styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun

Leggjum okkar að mörkum, breiðum út þekkingu um heilabilun og hjálpumst að við að brjóta niður þá fordóma sem fylgir greiningu. Tökum virkan þátt í að hjálpa fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra til að eiga innihaldsríkt líf þar sem samfélagið mætir þeim af virðingu, skilur vanda þeirra og aðstoðar eftir besta megni, því með stuðningi er hægt að lifa innihaldríku lífi þrátt fyrir sinn sjúkdóm.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?