Fyrstu vísbendingar

 • Gleymni sem nýlega hefur orðið vart við og hefur áhrif á starfshæfni.
 • Hlutirnir eru ekki settir á sinn rétta stað.
 • Vaxandi erfiðleikar við skipulag og flóknari athafnir daglegs lífs.
 • Erfiðleikar við að glöggva sig á tíma og rúmi, rata jafnvel ekki í áður velþekktu umhverfi.
 • Óvenju líflegir draumar og sjónrænar ofskynjanir.
 • Versnandi samhæfing og jafnvægistruflanir.
 • Erfiðleikar við tal, málskilning eða tjáningu.
 • Minnkandi félagsfærni.
 • Erfiðleikar við venjubundnar athafnir, s.s. innkaup, matargerð o.þ.h.
 • Persónuleikabreytingar.
 • Minnkandi frumkvæði eða framtaksemi.
 • Hvert á að snúa sér?

  Ef grunur kviknar um að einstaklingur sé með heilabilun er fyrsta skref að leita til heimilislæknis. Sé frekari rannsókna þörf vísar hann á viðeigandi sérfræðing eða útbýr beiðni til Minnismóttöku Landspítala. Minnismóttaka hefur verið starfrækt á göngudeildinni á Landakoti við Túngötu frá árinu 1995. Allt rannsóknarferlið þar miðar að því ganga úr skugga um hvort um heilabilunarsjúkdóm sé að ræða og að útiloka aðra þætti sem gætu valdið einkennunum. Samsvarandi ferli fer einnig fram á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

  Símanúmer Minnismóttöku Landspítala er 543 9900/534 9850 og Sjúkrahúsið á Akureyri er 563 0100

  Þegar greiningarferli er hafið eða þegar greining liggur fyrir getur fólk átt rétt á þjónustu frá sínu sveitarfélagi. Mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta er í boði. Félagsþjónusta og heilsugæsla veita nánari upplýsingar um þá þjónustu sem býðst á hverjum stað fyrir sig. 

  Tölum um heilabilun

  Í júní 2016 gáfu Alzheimersamtökin út myndband til að hvetja aðstandendur til að opna á samtalið um heilabilunarsjúkdóma þegar þeir verða varir við breytingar hjá sínum nánustu. 

  Er einhver sem þér er annt um farinn að gleyma?

  Grunar þig að þú eða þinn aðstandandi sé að sýna einkenni heilabilunar? Ekki hika við að hafa samband ef þú finnur ekki það sem þú leitar að.

  Vantar þig aðstoð?

  Vantar þig aðstoð?