Minningarkort Alzheimersamtakanna eru send aðstandendum í minningu látinna ástvina.
Kortið er með mynd eftir Guðbjörgu Ringsted listakonu og inniheldur einfalda kveðju.
Sendandi ákveður sjálfur framlag sitt til Alzheimersamtakanna, við skrifum á kortið og sendum beint til viðtakanda.
Einnig má senda minningarkort með því að hringja á skrifstofuna í síma 533 1088.