Ráðgjafarþjónusta
Heilabilunarsjúkdómar hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldulífið. Hlutverk breytast og eðli samskipta verður öðruvísi. Fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra þurfa því oft á ráðgjöf, leiðbeiningum og stuðningi að halda.
Bóka tíma
Hægt er að fá ráðgjöf á staðnum, í fjarviðtali eða í síma og er hún öllum að kostnaðarlausu. Þá skiptir ekki máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal.
Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi veitir ráðgjöfina og tímabókun er gerð með því að senda póst á radgjafi@alzheimer.is, hringja í síma 520 1082 eða fylla út formið hér að neðan.
Gott að eldast
Árið 2023 skrifaði Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið undir samning þess efnis að Alzheimersamtökin taki að sér upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra um land allt. Ráðgjafaþjónustan er því fjármögnuð af ráðuneytinu og er þáttur í aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum eldra fólks: Gott að eldast
Senda fyrirspurn um ráðgjöf
Viltu vita meira? Sendu okkur línu.