Styrkja samtökin

Stuðningur við samtökin getur verið margvíslegur. Hægt er að styrkja samtökin með einstöku framlagi, gerast meðlimur, með því að kaupa minningarkort og minnast í leiðinni látins ástvinar eða með því að versla í netverslun okkar. Þá er hægt að gerast mánaðarlegur styrktaraðili með því að smella á hnappinn „Styrkja“. Allur stuðningur er mikilvægur og geta sjálfboðaliðar lagt sitt hvað til starfsins. Hér til hliðar eru dæmi um þjónustuna sem við veitum með þínum stuðningi. Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði máttu einnig smella á hnappinn "Styrkja" og velja: "gerast sjálfboðaliði".

Ef þú vilt styrkja samtökin með einni upphæð þá er kennitala okkar 580690-2389 og bankaupplýsingar 0515-26-51388.

Mánaðarlegur styrktaraðili

Með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili aðstoðar þú okkur að auka þjónustu við fólk sem greinist ungt með heilabilun, þá sem skammt eru gengnir með sjúkdóm sinn og aðstandendur þeirra. Við áætlum að á hverjum tíma búi 120 einstaklingar yngri en 65 ára með heilabilun við það að fá ekki þjónustu við hæfi.

Fyrir tilstilli Oddfellowreglunnar á Íslandi hófu samtökin starfsemi Þjónustumiðstöðvar í Lífsgæðasetrinu í St. Jó í Hafnarfirði. Þar er veitt þjónusta í anda Ljóssins þar sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra sækja sér þjónustu fagaðila og nota virkni við hæfi. Mikil þörf hefur verið fyrir þessa starfsemi.

Sem styrktaraðili gerir þú okkur kleift að reka miðstöðina af myndarskap og  bæta hag þeirra sem greinast með heilabilun Alzheimersamtökin veita skjólstæðingum sínum fræðslu, ráðgjöf og stuðning auk þess að veita starfsfólki í á heilbrigðisstofnunum fræðslu.

Gerast bakhjarl Alzheimersamtakanna

Margt í starfi Alzheimersamtakanna væri ekki framkvæmanlegt nema með dyggum stuðningi fyrirtækja. Ýmis fyrirtæki hafa stutt okkur í gegnum árin með einum og öðrum hætti. Við hvetjum alla sem hafa góðar hugmyndir eða vilja styrkja starfsemina í verki til að hafa samband!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?