Styrkja samtökin

Stuðningur við Alzheimersamtökin getur verið margvíslegur. Hægt er að styrkja samtökin með einstöku framlagi, gerast félagsmaður, með því að kaupa minningarkort og minnast í leiðinni látins ástvinar eða með því að versla í netverslun okkar. Þá er hægt að gerast mánaðarlegur styrktaraðili með því að smella á hnappinn „Styrkja samtökin“ hér að neðan.

Ef þú vilt styrkja samtökin með einni upphæð þá er kennitala okkar 580690-2389 og bankaupplýsingar 0515-26-51388.

Mánaðarlegur styrktaraðili

Með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili gerir þú okkur kleift að þjónusta einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Áætlað er að um 5.000 einstaklingar á Íslandi glími við heilabilun og í kringum þau allmargir aðstandendur. Það er mikilvægt að þessi hópur hafi greiðan aðgang að upplýsingum, fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.

Alzheimersamtökin gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við frá degi til dags.

Rekstur samtakanna er fjármagnaður af styrkjum og sem mánaðarlegur styrktaraðili gerir þú okkur kleift að sinna þessum hlutverkum okkar.

Gerast bakhjarl Alzheimersamtakanna

Margt í starfi Alzheimersamtakanna væri ekki framkvæmanlegt nema með dyggum stuðningi fyrirtækja. Ýmis fyrirtæki hafa stutt okkur í gegnum árin með einum og öðrum hætti. Við hvetjum alla sem hafa góðar hugmyndir eða vilja styrkja starfsemina í verki til að hafa samband!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?