Góð ráð fyrir aðstandendur
Að verða aðstandandi fólks með heilabilun getur verið bæði krefjandi og erfitt. Það krefst fórnfýsi, þolinmæði og umhyggju. Líf þess sem umönnunina veitir breytist alltaf eitthvað og oft það mikið að um algjöra kúvendingu getur verið að ræða. Maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns.
Álag, þreyta og svefnleysi eykst hjá aðstandendum samtímis því að þeir þurfa að glíma við tilfinningalega þætti eins og sorg, sektarkennd og reiði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi hópur er í hættu með að þróa með sér kvíða og þunglyndi. Það er því mikilvægt að aðstandendur eigi kost á stuðningi til að geta höndlað þær sársukafullu breytingar sem verða á högum þeirra, auk þess sem þeir þurfa að geta hvílst þegar þeir þurfa á því að halda.
Þekktu þín mörk
Sýndu skilning og væntumþykju
Hugsaðu um sjálfa/n þig
Stuðningshópar
Stuðningshópar fyrir aðstandendur
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.