Góð ráð fyrir aðstandendur

Að verða aðstandandi fólks með heilabilun getur verið bæði krefjandi og erfitt. Það krefst fórnfýsi, þolinmæði og umhyggju. Líf þess sem umönnunina veitir breytist alltaf eitthvað og oft það mikið að um algjöra kúvendingu getur verið að ræða. Maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns.

Álag, þreyta og svefnleysi eykst hjá aðstandendum samtímis því að þeir þurfa að glíma við tilfinningalega þætti eins og sorg, sektarkennd og reiði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi hópur er í hættu með að þróa með sér kvíða og þunglyndi. Það er því mikilvægt að aðstandendur eigi kost á stuðningi til að geta höndlað þær sársukafullu breytingar sem verða á högum þeirra, auk þess sem þeir þurfa að geta hvílst þegar þeir þurfa á því að halda. 

Þekktu þín mörk

  • Einbeittu þér að því að leysa þau vandamál sem þú ræður við.
  • Reyndu eins og mögulegt er að sætta þig við það sem þú ræður ekki við, eða getur ekki haft áhrif á.
  • Ekki ímynda þér að þú ráðir við allt upp á eigin spýtur og ekki búast við að komast yfir allt sem þú gerðir áður.
  • Reyndu að meta getu hins veika af raunsæi.
  • Sýndu skilning og væntumþykju

  • Lærðu að njóta augnabliksins og mundu að færni og áhugi hins veika er orðinn takmarkaður.
  • Ekki reiðast þó að hlutirnir gangi ekki eins og í sögu. 
  • Reyndu að tala rólega og sýndu hlýju og væntumþykju.
  • Bæði aðstandandi og sá veiki hafa þörf fyrir snertingu og ást.
  • Hugsaðu um sjálfa/n þig

  • Gerðu fjölskyldu og vinum ljósar þarfir þínar og þiggðu þá hjálp sem þér stendur til boða.
  • Ef þér finnst að fjölskyldan og jafnvel aðrir gætu hjálpað meira reyndu þá að ræða við viðkomandi.
  • Mundu að þú hefur rétt á þínum eigin áhugamálum.
  • Frídagar eru þér nauðsynlegir.
  • Ef þú hugsar ekki um sjálfa/n þig getur þú með tímanum, ekki annast þann veika.
  • Reyndu að beita kímnigáfunni eins og hægt er.
  • Stuðningshópar

    Stuðningshópar fyrir aðstandendur

    Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

    Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?