Markmið og hlutverk

Yfirlýst markmið Alzheimersamtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna og efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.

Við vinnum einnig að því að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við frá degi til dags.

Þessum markmiðum ná samtökin með því að halda úti öflugu ráðgjafa- og fræðslustarfi. Við höldum reglulega fræðslufundi sem eru einnig teknir upp og aðgengilegir á vefsíðunni. Þá höldum við reglulega fræðsluerindi fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki víðs vegar um landið og erum með öfluga vefsíðu og samfélagsmiðla.

Einstaklingar og fjölskyldur geta einnig bókað ráðgjafaviðtal hjá okkur sem er öllum að kostnaðarlausu.

Alzheimersamtökin reka tvær sérhæfðar dagþjálfanir auk þess sem þau reka Seigluna – þjónusta fyrir fólk sem skammt er gengið með sinn sjúkdóm og aðstandendur þeirra.

Upplýsingar um Seigluna

Upplýsingar um Fríðuhús

Upplýsingar um Drafnarhús

Alzheimersamtökin eru rekin að mestu fyrir sjálfsaflafé s.s. félagsgjöld, minningargjafir, áheit í Reykjavíkurmaraþoni og frá Íslenskri getspá sem aðilar að Öryrkjabandalagi Íslands.

Þá vega styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum þungt og mánaðarlegir styrktaraðilar eru okkur ákaflega mikilvægir og dýrmætir.

Við sækjum einnig árlega um verkefnatengda styrki til hins opinbera.

Alzheimersamtökin á Íslandi eru aðilar að Alzheimer Europe og taka virkan þátt í þeirra starfi. Þá eiga þau í góðu samstarfi við sambærileg félög á Norðurlöndunum.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?