Markmið og hlutverk

Yfirlýst markmið Alzheimersamtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna og efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við frá degi til dags.

Þessum markmiðum ná samtökin með því að halda úti öflugu ráðgjafa- og fræðslustarfi s.s. með reglulegum fræðslufundum sem streymt er á netinu, fræðslu til stofnana og fyrirtækja og með því að halda úti öflugri vefsíðu og samfélagsmiðlum. Einnig er starfrækt ráðgjafaþjónustu fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur.

Alzheimersamtökin reka þrjár sérhæfðar dagþjálfanir auk þess sem þau reka Seigluna – þjónustumiðstöð fyrir fólk sem skammt er gengið með sínn sjúkdóm og aðstandendur þeirra.

Lesa um Seigluna hér.

Lesa um Fríðuhús hér.

Lesa um Maríhús hér.

Lesa um Drafnarhús hér.

Opnir fræðslufundir eru yfir vetrarmánuðina og eru þeir auglýstir undir viðburðum og á samfélagsmiðlum. Félagsmenn og aðrir sem hafa skráð sig á póstlista fá jafnframt senda áminningu í tölvupósti um viðburði félagsins.

Alzheimersamtökin eru rekin að mestu fyrir sjálfsaflafé s.s. félagsgjöld, minningargjafir, áheit í Reykjavíkurmaraþoni og frá Íslenskri Getspá sem aðilar að Öryrkjabandalagi Íslands. Þá vega þungt styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum og undanfarið hefur átak verið gert í öflun reglulegra styrktaraðila sem gengur mjög vel og eru vonir bundnar við að þar verði varanlegur grunnur lagður að fjárhagsöryggi samtakanna. Þá hafa þau geta sótt árlega um verkefnatengda styrki til Heilbrigðsyfirvalda og er stefnt að því að gerður verði samningur við Sjúkratryggingar Íslands fljótlega um rekstur Seiglunnar.

Alzheimersamtökin á Íslandi eru aðilar að Alzheimer Europe og taka virkan þátt í þeirra starfi. Þá eiga þau í góðu samstarfi við sambærileg félög á Norðurlöndunum sjá nánar hér.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?