Sérhæfðar dagþjálfanir

Í sérhæfðri dagþjálfun er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga með heilabilun, viðhalda sjálfsbjargargetu og efla þátttöku í daglegum athöfnum. Einnig að létta undir með aðstandendum, fylgjast með daglegu heilsufari, efla sjálfstraust og draga úr vanlíðan og vanmáttakennd.

Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, líkamsrækt, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, dans og dagsferðir.

Þjónustan er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers einstaklings. Sveigjanleiki er lykilhugtak í þjónustunni. Heimilislæknir getur veitt upplýsingar hvaða þjálfun er í boði í hverju sveitarfélagi.

Reynslan sýnir að mikilvægt er að fólk komi hvorki of snemma né of seint í dagþjálfun. Ekki er þörf á dagþjálfun fyrir einstakling sem enn er virkur og vel sjálfbjarga með að stunda sín áhugamál. Ef dagþjálfum hefst hins vegar seint í sjúkdómsferlinu eru líkur á að erfitt sé orðið að ná til persónunnar bak við sjúkdóminn. Það torveldar einstaklingsmiðaða þjónustu og rýrir þar með gagnsemi hennar.

Alzheimersamtökin reka tvær sérhæfðar dagþjálfanir í Fríðuhúsi og Drafnarhúsi.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?