Fríðuhús

Árið 1997 gaf Pétur Símonarson Alzheimersamtökunum (þá FAAS) húsið að Austurbrún 31 til minningar um konu sína Fríðu Ólafsdóttur. Endurbætur og undirbúningur tók um þrjú ár. Sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun tók til starfa í byrjun janúar 2001. Fríðuhús er dagþjálfun rekin af Alzheimersamtökunum.

Fríðuhús

Austurbrún 31

104 Reykjavík

Opið alla virka daga

08:00 - 16:30

Markmið dagþjálfana í rekstri Alzheimersamtakanna er að:

  • viðhalda sjálfstæði einstaklingsins eins lengi og kostur er með því að styrkja líkamlega og vistmunalega hæfni hans og  stuðla þannig að því að hann geti búið sem lengst heima.
  • rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku í daglegum athöfnum.
  • létta undir með aðstandendum.
  • fylgjast með daglegu heilsufari.
  • efla sjálfstraust, draga úr vanlíðan og vanmáttakennd.

Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að einstaklingurinn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan.  Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór, Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.

Alls dvelja í húsinu dag hvern 18 einstaklingar með heilabilun.

Austurbrún 31, 104 Reykjavík

Opið alla virka daga frá 08:00 - 16:30

Sími: 533 1084

friduhus@alzheimer.is

Stjórn

Forstöðumaður

Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir

hjúkrunarfræðingur

533 1084

dora@alzheimer.is