Líkamleg virkni - Tveir viðburðir

14. maí 2024

Líkamleg virkni er einn af þeim þáttum sem getur hægt á framgangi Alzheimer og minnkað einkenni. Við hjá Alzheimersamtökunum viljum því hvetja öll sem hafa tök á, að stunda reglulega hreyfingu í því formi sem hentar hverju og einu.

Á næstunni ætlum við að stuðla að hreyfingu með tveimur viðburðum. Annars vegar með því að standa fyrir bekkjagöngu laugardaginn 8. júní kl. 13.00 í Hafnarfirði (sjá frekari upplýsingar hér) og svo munum við að sjálfsögðu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu líkt og síðustu ár og má skrá sig í það hér.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?