Dagskrá júní 2024

1. júní 2024

Júní mánuður er að hefjast, sá mánuður er lengstan hefur sólarganginn og að þessu sinni merkilegur einnig fyrir þær sakir að á upphafsdegi hans mun sjöundi forseti lýðveldisins Íslands verða kosinn.

Minnum á að laugardaginn 8. júní þá mun eiga sér stað “bekkjaganga” á vegum Alzheimersamtakanna en þann dag ætlum við að hittast og ganga saman frá fjólubláa bekknum við Sundhöllina í Hafnarfirði að Lífsgæðasetrinu og gæða okkur á léttum veitingum sem boðið verður upp á þar í húsnæði Alzheimersamtakanna á 3. hæð. Við hlökkum til og vonumst til að sjá ykkur sem flest af því tilefni.

Engin fræðsla verður í júní, júlí og ágúst. En við bendum á að á heimasíðu Alzheimersamtakanna er að finna upptökur af mörgum fundum sem haldnir hafa verið hjá okkur í gegnum tíðina.

Til dæmis er hægt að skoða fræðslu með Vilborgu Kolbrúnu Vilmundardóttur næringarfræðingi en hún talaði um: Næringu, lífsgæði og vellíðan. Hægt er að skoða hennar erindi á þessum hlekk.

Á Alþjóðlega Alzheimerdeginum þann 21. september munu samtökin standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður frá kl. 12:30-15:30 á Grand hóteli. Við hvetjum ykkur til þess að taka daginn frá en ráðstefnan verður auglýst betur er nær dregur.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?