Mikilvægt að fá ráðgjöf sem fyrst – vel heppnaður fyrirlestur
16. maí 2025
Það var fullur salur hjá okkur í vikunni þegar Ásta Kristín, ráðgjafi samtakanna, hélt fræðandi og áhrifaríkan fyrirlestur um mikilvægi þess að fá ráðgjöf strax í kjölfar greiningar.
Grunnur að upplýstum ákvörðunum
Ásta Kristín lagði áherslu á að ráðgjöf strax eftir greiningu geti skipt sköpum. Þar sé hægt að leggja grunn að upplýstum ákvörðunum og stuðningi sem bætir lífsgæði verulega, bæði fyrir einstaklinginn og aðstandendur hans.
Samskipti, akstur og fleira
Í fyrirlestrinum fjallaði Ásta Kristín meðal annars um mikilvægi góðra samskipta og hvernig þau breytist. Þá gaf hún hagnýt ráð um daglegt líf með heilabilun og kom inn á málefni eins og akstur. Hún minnti einnig á að aðstandendur þurfi að huga að eigin velferð og nýta þann stuðning sem stendur þeim til boða.
Bóka tíma í ráðgjöf
Við teljum líklegt að margir þeirra sem mættu á fyrirlesturinn óski eftir ráðgjöf á næstunni. Hægt er að fá viðtal við Ástu Kristínu á skrifstofu samtakanna í St. Jó, í síma eða á fjarfundi. Ráðgjöfin er öllum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um tímabókun.
Endurtekinn fyrirlestur í ágúst
Því miður komu upp tæknileg vandamál og tókst hvorki að streyma fyrirlestrinum né taka hann upp. Við höfum því ákveðið að halda fyrirlesturinn aftur þriðjudaginn 19. ágúst og tryggjum þá upptöku.