Ráðgjöf strax eftir ...

Ráðgjöf strax eftir greiningu - lykill að betra lífi

Við endurtökum þennan áhugaverða fyrirlestur frá því í maí þar sem upptakan tókst ekki þá.

Þegar einstaklingur fær greiningu á heilabilun er að ýmsu að huga. Það að fá ráðgjöf, strax við greiningu, getur skipt sköpum. Þar er hægt að leggja grunn að upplýstum ákvörðunum og stuðningi sem getur bætt lífsgæði verulega. Þá getur verið mikill munur á að koma í ráðgjöf strax í stað þess að bíða þangað til allt er orðið erfiðara og þyngra.

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, ráðgjafi Alzheimersamtakanna, hefur 13 ára reynslu sem félagsráðgjafi. Í starfi sínu hjá samtökunum fær hún til sín einstaklinga með heilabilun, aðstandendur og fagfólk. Hún er farin að sjá rauðan þráð í gegnum sína ráðgjöf sem snýr að mikilvægi þess að mæta snemma í ráðgjöf og fer sérstaklega yfir það í erindi sínu.

FYRIR HVERJA
Öll velkomin og engin skráning nauðsynleg.

HVAR
Erindið verður haldið í húsnæði samtakanna í St. Jó í Hafnarfirði en einnig tekið upp og sett inn á vefsíðuna okkar í kjölfarið.
Það eru bílastæði og inngangur að St. Jó bæði Hringbrautarmegin sem og við Suðurgötu.

Ráðgjöf strax eftir greiningu - lykill að betra lífi

19. ágúst 2025

kl 17:00 - 18:00

Lífsgæðasetur St. Jó - 3. hæð

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?