Útgáfuhóf í Drafnarhúsi

22. október 2025

Í Drafnarhúsi í Hafnarfirði er rekin sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun. Þar er í boði fjölbreytt dagskrá til að styrkja félagslega, líkamlega og vitsmunalega hæfni þeirra sem þjónustuna sækja.

Glæsilegt útgáfuhóf var haldið í Drafnarhúsi á dögunum vegna útgáfu bókarinnar Bjart í álfasteinum. Í bókinni má sjá úrval af afrakstri sköpunar þjónustuþega á sviði ljóðlistar og myndlistar. Annars vegar eru það vísur, sem vísnahópur Drafnarhúss hefur ort í sameiningu, og hins vegar málverk, unnin með akrýl- og vatnslitum, sem þátttakendur í myndlistarsmiðju Drafnarhúss hafa málað. Afar falleg og eiguleg bók sem telur 270 blaðsíður.

Hér er hægt að kaupa eintak af bókinni sem kostar aðeins 3.500 kr.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?