40 ára afmæli á laugardag
18. september 2025
Næstkomandi laugardag kl. 13.00 verður árleg ráðstefna Alzheimersamtakanna haldin á Hótel Nordica. Að þessu sinni markar hún tímamót, því við fögnum jafnframt 40 ára afmæli okkar.
Ráðstefnan er eins og endranær haldin í tengslum við alþjóðlegan dag Alzheimers og við erum búin að setja saman vandaða dagskrá.
Ráðstefnan hefur undanfarin ár verið vel sótt af einstaklingum með heilabilun, aðstandendum, fagfólki og öðrum sem láta sig málefnið varða.
Öll velkomin. Engin skráning, bara mæta.
Ráðstefnan verður send út í beinu streymi á www.alzheimer.is