Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþon
Hlaupurum sem ætla að hlaupa fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst næstkomandi er boðið á glæsilegan viðburð í H verslun, Bíldshöfða 9 þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11:00.
Þar fá hlauparar varning (hlaupabol, buff og margnota taupoka) frá samtökunum ásamt því að veittur verður 20% afsláttur af Nike vörum í búðinni.
Dagskrá
Guðlaugur Eyjólfsson framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna býður fólk velkomið og Elísa Kristinsdóttir hlaupakona gefur hlaupurum góð ráð.
Elísa bætti brautarmet kvenna í 100 km í utanvegahlaupinu Súlur vertical á Akureyri þann 2. ágúst síðastliðinn um 90 mínútur hvorki meira né minna. Hún er því einn mest spennandi hlaupari landsins. Elísa ætti því að geta gefið góð ráð fyrir þá hlaupara sem ætla að styrkja Alzheimersamtökin með sínu hlaupi.
See less
19. ágúst 2025
kl 11:00 - 13:00
H verslun
Bíldshöfða 9