Taktu málin í þínar ...

Taktu málin í þínar hendur - Ráðstefna Alzheimersamtakanna

Taktu málin í þínar hendur! Heilabilun hefur verið lýst sem forgangsverkefni í lýðheilsu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni – WHO. Rannsóknir á forvörnum gegn heilabilun hefur verið sett í forgang. Lífsstíll þinn í dag hefur áhrif á heilsu þína síðar á ævinni. Þú getur dregið úr líkunum að fá heilabilun síðar á ævinni eða seinkað framgangi heilabilunarsjúkdóms. Það er ekki eftir neinu að bíða. Alzheimersamtökin halda ráðstefnu á Hótel Reykjavík Grand Sigtúni 28, 105, Reykjavík í salnum Háteig í tilefni af alþjóðlegum alzheimerdegi.

Taktu málin í þínar hendur - Ráðstefna Alzheimersamtakanna

Hótel Reykjavík Grand

Sigtúni 28

kl 12:30 - 15:30

Aðgangur ókeypis og öll velkomin

Viðburður verður einnig í beinu streymi og allir velkomnir. Fundarstjóri er Sigríður Pétursdóttir.

Fundarstjóri er Sigríður Pétursdóttir

 

Sigríður Pétursdóttir er með MSc. í Mannauðsstjórnun og PMD diplómu frá IESE háskólanum í Barcelona. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi fyrirtækja og ráðgjafi í rekstri - og mannauðsmálum. Eins hefur hún sinnt kennslu í mannauðsstjórnun fyrir 3 árs viðskiptafræðinema hjá HÍ. 

Sigríður er einnig aðstandandi en tæp 5 ár eru frá greiningu móður hennar með Alzheimer sjúkdóminn.  

Heilabilun og forvarnir; aldrei of snemmt, aldrei of seint

Alma D. Möller er læknir, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum en einnig í stjórnun og lýðheilsu. Hún hefur verið landlæknir frá árinu 2018 og telur bætta lýðheilsu vera ein af mikilvægum leiðum til framtíðar. Erindi hennar fjallar m.a. um mikilvægi forvarna, almennt og í tengslum við heilabilun.

Heilahreysti: Að taka því sem að höndum ber eða spyrna við fótum

María Kristín Jónsdóttir er sérfræðingur í klínískri taugasálfræði og hefur starfað lengi á Minnismóttökunni á Landakoti. Hún er einnig prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

 A Positive Approach to Dementia Care - Jákvæð nálgun við umönnun fólks með heilabilun

Teepa Snow, MS, OTR/L, FAOTA, er iðjuþjálfi með yfir fjörutíu ára fjölbreytta klíníska og fræðilega reynslu. Hún þróaði hugmyndafræði um breytingar í heila og jákvæða nálgun í umönnun fólks með heilabilun sem kallast GEMS®. Teepa er heimsþekkt og kynnir efni sitt af einstakri sérfræði þekkingu og húmor.

Að vera eða vera ekki – virkur! Mikilvægi virkninnar frá upphafi greiningar

Harpa Björgvinsdóttir er iðjuþjálfi að mennt og hefur starfað sem verkefnastjóri Seiglunnar, þjónustu- og virknimiðstöðvar Alzheimersamtakanna frá opnun hennar, þar sem áhersla er lögð á að búa til aðstæður og gefa fólki tækifæri á að vera virkt áfram þrátt fyrir breyttar aðstæður í lífinu við greiningu á heilabilunarsjúkdómi.

Heilsan er mikilvæg

Heilsa og hugur í Mosfellsbæ. Hópur fólks sem er 60+ með það markmið að efla sjálfan sig. Heils­an er það dýr­mæt­asta sem við eig­um.Við átt­um okk­ur oft ekk­ert á því fyrr en við missum heils­una hvað hún skipt­ir okk­ur miklu máli.

 Tónlist og heilabilun

Jóna Þórsdóttir er músíkmeðferðarfræðingur og sinnti músíkmeðferð á Landakoti með einstaklingum með heilabilun frá 2018-2022 og tók þar þátt í rannsókn á áhrifum músíkmeðferðar á líðan sjúklinga með heilabilun og eru niðurstöður aðgengilegar á skemman.is   Í dag starfar Jóna sem músíkmeðferðarfræðingur á Hjúkrunarheimilinu Eir og sinnir þar einstaklingum með heilabilun. 

Skokkhópurinn Munum leiðina

Páll Eggert Ólason þjónustuþegi Seiglunnar og Stefanía Eyþórsdóttir aðstoðarverkefnastjóri og íþróttafræðingur Seiglunnar. Þau eru meðlimir í skokkhópnum Munum leiðina og verða með erindi um mikilvægi hreyfingar og þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni.

Hvað getum við gert?

Frásögn fjölskyldu sem gekk í gegnum það erfiða verkefni að missa föður og eiginmann úr Alzheimer. Þau Ólína Ingibjörg, Katrín Sylvía, Kristján Ingi og Adda Ósk Gunnarsdóttir segja okkur sína sögu og hvað þau gerðu til að vekja athygli á Alzheimer og heilabilun eftir að Gunnar Snorrason eiginmaður og faðir lést úr Alzheimer í mars 2021.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður Alzheimersamtakanna verður með lokaorð ráðstefnunnar.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?