Fræðsluerindi í Snæfellsbæ
Við í Alzheimersamtökunum höldum reglulega fræðsluerindi víðsvegar um landið, þar sem við kynnum starfsemi samtakanna og veitum fræðslu um heilabilun og samskipti. Eitt af okkar meginmarkmiðum er nefnilega að auka þekkingu og dýpka skilning á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra standa frammi fyrir.
Nú er förinni heitið á Snæfellsnesið þar sem við höldum m.a. opið fræðsluerindi í Snæfellsbæ.
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00 í Klif, félagsheimili
Hvað
Starf Alzheimersamtakanna verður kynnt og fjallað um heilabilun og samskipti.
Þeir sem mæta öðlast skilning á heilabilun og hvernig megi bregðast við breyttum aðstæðum. Þá verður farið yfir leiðir til að auðvelda samskipti og hugmyndir fyrir ánægjulegar samverustundir reifaðar.
Hverjir
Thelma Jónsdóttir, fræðslustjóri og Ásta Kristín Guðmundsdóttir, ráðgjafi samtakanna mæta.
Laufey Jónsdóttir, tengiráðgjafi Gott að eldast verkefnisins á Vesturlandi verður einnig með stutt erindi.
Fyrir hverja
Fyrirlesturinn er opinn öllum, einstaklingum með heilabilun, aðstandendum, fagfólki og öðrum áhugasömum.
Aðgangur ókeypis.
26. ágúst 2025
kl 17:00 - 18:30
Klif félagsheimili