Breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga – hvað þýða þær fyrir fólk með heilabilun
Í erindinu verður farið yfir helstu breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga, sem tóku gildi haustið 2025, og rætt hvaða áhrif þær hafa á fólk sem lifir með heilabilun. Fjallað verður um hvaða einstaklingar með heilabilun eiga rétt á örorku og hvernig breytingar á lögum snerta þá sérstaklega.
Einnig verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar tekjuáætlun er fyllt út, bæði fyrir þá sem eru að sækja um í fyrsta sinn og fyrir þá sem þegar eru með örorku- eða ellilífeyrisgreiðslur. Sérstök áhersla verður lögð á atriði eins og eingreiðslur frá lífeyrissjóðum, hvernig hægt er að fá upplýsingar um slíkar greiðslur áður en þær hefjast, og hvernig forðast má bakreikninga eða endurkröfur frá Tryggingastofnun.
FYRIRLESARI
Sérfræðingur frá ÖBÍ.
FYRIR HVERJA
Erindið hentar vel bæði einstaklingum með heilabilun, aðstandendum og fagfólki sem vill öðlast betri skilning á réttindum, skyldum og helstu hindrunum í kerfinu.
Öll velkomin. Engin skráning nauðsynleg.
HVENÆR
Þriðjudaginn 13. janúar 2026 kl. 17:00
HVAR
Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði samtakanna í St. Jó í Hafnarfirði á 3. hæð.
Hann verður tekinn upp og settur á vefinn okkar daginn eftir.
13. janúar 2026
kl 17:00 - 18:00
Lífsgæðasetur St Jó
Suðurgata 41
