Bekkjaganga á Höfn

Bekkjaganga á Höfn

Hittumst við Steinagarðinn við Sandbakka. Göngum saman í um klukkustund og endum við fjólubláa bekkinn okkar. Við hvetjum öll til þess að koma og taka þátt í göngunni með okkur.

Tilgangur

Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu. Þá er þetta jafnframt liður í því að stuðla að líkamlegri og félagslegri virkni sem eru mikilvægir þættir almennrar heilsu.

Gangan er jafnframt hluti af 40 ára afmælisfögnuði Alzheimersamtakanna í ár.

Bekkjaganga á Höfn

24. maí 2025

kl 10:00

Steinagarðurinn við Sandbakka

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?