Alzheimerkaffi á Akureyri
DAGSKRÁ
Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi, kemur til okkar með fræðslu og umræður um lífið með heilabilun.
FYRIR HVERJA
Alzheimerkaffið er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Samkoman er tilvalinn vettvangur til að hittast, spjalla og gæða sér á kaffi og veitingum.
Njótum þess að eiga góða stund saman.
HVAR
Kaffið verður núna haldið í Birtu félagsmiðstöð fólksins sem er í Bugðusíðu 1, 603 Akureyri
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Engin þörf á að skrá sig - bara að mæta. Kaffigjald er 500 kr.
Nánari upplýsingar í Facebook hóp: Alzheimer Kaffi Akureyri.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Björg, Dóra og Hansína María, Alzheimertenglar á Akureyri
5. febrúar 2026
kl 17:00 - 18:30
Birta félagsmiðstöð fólksins - Bugðusíðu 1
603 Akureyri
