Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31
Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.
4. september 2025
kl 17:00 - 18:30
Hæðargarður 31
108 Reykjavík
DAGSKRÁ
Jórunn Edda Helgadóttir og Lucille Helen Terry, starfskonur í Drafnarhúsi koma og kynna bókina Bjart í álfasteinum – vísur og myndverk úr Drafnarhúsi.
Í Drafnarhúsi í Hafnarfirði reka Alzheimersamtökin sérhæfða dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Þar er í boði fjölbreytt dagskrá til að styrkja bæði líkamlega og vitsmunalega hæfni þeirra sem þjónustuna sækja. Meðal annars er þar unnið að listsköpun og í þessari bók birtist úrval af afrakstri þeirrar sköpunar á sviði ljóðlistar og myndlistar. Annars vegar eru það vísur, sem vísnahópur Drafnarhúss hefur ort í sameiningu, og hins vegar málverk, unnin með akrýl- og vatnslitum, sem þátttakendur í myndlistarsmiðju Drafnarhúss hafa málað.
Í lokin stjórnar Sveinn Arnar Sæmundsson samsöng og spilar undir á píanó.
TILGANGUR
Gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.
FYRIR HVERJA
Alzheimerkaffið er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Samkoman er tilvalinn vettvangur til að hittast, hlýða á stutt erindi/skemmtun, spjalla og gæða sér á kaffi og góðum veitingum.
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Engin þörf á að skrá sig - bara að mæta! Kaffigjald er 500 kr. en það eru Sóroptimistar sem sjá um kaffi og veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.