Fræðslufundur maí 20...

Fræðslufundur maí 2023

Fræðslufundur maí mánaðar fjallar um réttindi fólks með heilabilun og fyrirlesarinn er Ásta Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjaf.
Aðeins um Ástu Kristínu; hún er félagsráðgjafi í Seiglunni og útskrifaðist með meistarapróf í félagsráðgjöf í júní 2012. Ásta Kristín vann sem félagsráðgjafi á Landakoti og þar á meðal á heilabilunareiningu Landakots, bæði innlagnardeild og á Minnismóttöku. Hún hefur haldið kynningarfyrirlestra fyrir Alzheimersamtökin um heilabilun og mikilvægi samskipta. Einnig tekið þátt í fræðsludagskrá Alzheimersamtakanna með öðrum fagstéttum af Minnismóttöku Landakots þar sem aðstandendur fengu fræðslu um heilabilun, þjónustu heim, úrræði og hjálpartæki. Ásta Kristín hefur einnig starfað á geðsviði og í dag starfar hún sem teymisstjóri heimastuðnings hjá Reykjavíkurborg.

Fræðslufundur maí 2023

2. maí 2023

kl 16:30 - 17:30

Lífsgæðasetur St.Jó - 3.hæð

Suðurgata 41

Fjölmennum í Hafnarfjörðinn og fræðumst saman. Fyrir þá sem komast ekki á staðinn þá verðum við í beinu streymi á heimasíðu okkar www.alzheimer.is og upptökur aðgengilegar eftir fundinn.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?