Lífssagan

Með því að fylla út og skrifa niður lífssöguna þína og óskir við lífslok leggurðu þitt að mörkum til þess að sú umönnun sem þú mögulega þarft á að halda í framtíðinni verði eftir þínum óskum og í takt við þær venjur og gildi sem þú hefur sett þér og lifað eftir.

Með vandlega útfylltri lífssögu er hægt að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og umönnunaraðilar munu þekkja þarfir þínar betur og geta annast þig eftir þínum óskum, átt innihaldsrík samskipti og stutt þig í að fást við þá iðju sem þú kýst að stunda og er eftir þínu áhugasviði og reynslu.

Gott er að búa til einhverja afurð úr Lífssögunni eftir að búið er að fylla hana út, eins og t.d. orðasúpu, þar sem helstu upplýsingarnar koma fram á einfaldan máta. Hægt er að nota forrit eins og t.d. Word Clouds til að búa til orðasúpuna. Í orðasúpunni koma fram allir helstu þættir lífssögunnar í stykkorðum og auðvelda orðin t.d. upprifjun úr lífsskeiði viðkomandi og til frekari umræðna.

Gefðu þér góðan tíma til að fylla eyðublöðin út. Þó spurningarnar séu krefjandi og jafnvel erfiðar getur verið gott að hafa svarað þeim þegar fram líða stundir.

Lífssögueyðublaðið hér fyrir neðan er öllum frjálst að nota, með von um að það komi að góðum notum.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?