Vilt þú starfa með okkur í Seiglunni?

28. ágúst 2025

Við leitum að þér!

Vilt þú starfa með okkur í Seiglunni, virknimiðstöð Alzheimersamtakanna?

Okkur vantar fjölhæfan og geðgóðan aðstoðarmann í 40% afleysingastarf með möguleika á fastri stöðu og auknu starfshlutfalli

Helstu verkefni:

  • Vinna með og leiðbeina þjónustuþegum með hina ýmsu iðju og virkni
  • Aðstoða við að framfylgja einstaklingsmiðaðri þjálfunaráætlun
  • Önnur störf sem starfsmanni kunna að vera falin
  • Hæfni og reynsla:

  • Góð almenn grunnmenntun
  • Rík þjónustulund, sveigjanleiki og áhugi á að vinna með fólki
  • Leggjum áherslu á frumkvæði, sjálfstæði og glaðlyndi
  • Þekking og reynsla af heilabilunarsjúkdómum kostur
  • Umsækjandi þarf að búa yfir góðri íslenskukunnáttu í tali og riti
  • Gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningum Eflingar og SFV. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið harpa@alzheimer.is

    Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?