Styrkur, gleði, slökun - námskeið

15. ágúst 2025

Námskeið þar sem markmiðið er að viðhalda virkni, vellíðan og efla hreyfifærni. Styrktar- og jafnvægisæfingar fyrir allan líkamann sem styrking fyrir andlega og félagslega heilsu.

Fyrir hverja

Fólk á biðlista eftir þjónustu í Seigluna

Hvar

Í Seiglunni, Suðurgötu 41, 3.hæð, 220 Hafnarfirði

Hvenær

Mánudagar og miðvikudagar kl: 15:00 - 16:00 frá 1. september til 24. september

Alls átta skipti.

Nánar um námskeiðið

  • Þægileg og góð upphitun í byrjun hvers tíma og svo fjölbreyttar og skemmtilegar styrktaræfingar með lóðum, teygjum, böndum og jafnvægisæfingar þar sem við notumst við stóla svo allir geta tekið þátt.
  • Jóga nidra slökun í lok tímans sem er með betri leiðum til að ná fullkominni slökun og endurnærir bæði líkama og sál. Leiðbeinandi leiðir hópinn í gegnum slökunina.
  • Dýnur eru í sal en gott er að hafa með sér létt teppi og púða undir höfuð þegar farið er í liggjandi slökun.
  • Æskilegt er að vera í léttum og þægilegum fatnaði og gott er að hafa vatnsbrúsa við höndina ásamt litlu handklæði.
  • Verð

    25.000 kr.

    Lágmarksskráning 8 manns

    Greiða þarf fyrir námskeiðið áður en það byrjar og fæst ekki endurgreitt eftir að það hefst.

    Skráning

    Skráning og fyrirspurnir á gudrun@alzheimer.is

    Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?