Styrkur frá Kaupmannasamtökunum

17. desember 2025

Alzheimersamtökin reka sérhæfða dagþjálfun í Fríðuhúsi við Logafold í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum og var stiginn á milli hæða óhentugur og varasamur fyrir þjónustuþega.

Kaupmannasamtökin ákváðu að gefa nýjan og hentugri stiga sem eykur sjálfstæði og öryggi þjónustuþega.

Við þökkum þeim kærlega fyrir rausnarlegan styrk 💜

Á myndinni eru Halldóra forstöðukona Fríðuhúss, Guðlaugur framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna og þeir Júlíus Þór Jónsson, Ólafur Steinar Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson frá Kaupmannasamtökunum.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?