Sálfræðiþjónusta í fjarviðtali
23. október 2025
Alzheimersamtökin bjóða nú félögum niðurgreidda sálfræðiþjónustu í fjarviðtali. Hver tími kostar 5.000 kr.
Anna Sigga sálfræðingur hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í 15 ár, lengst af á öldrunardeildum LSH, Krafti og Kvíðameðferðarstöðinni.
Hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is eða hringja og skilja eftir skilaboð í síma 5331088