Rafrænn stuðningshópur
12. ágúst 2025
Við viljum vekja athygli á rafrænum stuðningshópi sem „hittist" einu sinni í mánuði á fjarfundi undir stjórn Önnu Siggu sálfræðings. Anna Sigga hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í 14 ár. Lengst af á öldrunardeildum LSH, krabbameinsfélaginu Krafti og Kvíðameðferðarstöðinni.
Hópurinn er tilvalinn fyrir þau sem hafa ekki aðgang að stuðningshópi í sínu nærumhverfi eða finnst einfaldlega betra að sækja slíkan hóp á fjarfundi.
Næsti rafræni stuðningshópur verður 27. ágúst kl. 12.00 en yfirlit yfir alla viðburði á vegum samtakanna má nálgast hér.
Öll velkomin og engin skráning.