Ógleymanlegt páskaegg
4. apríl 2025
Alzheimersamtökin í samstarfi við Góu og Bónus verða með ógleymanleg páskaegg til sölu í takmörkuðu upplagi í verslunum Bónus fyrir páskana.
Eggin fást nú þegar í nokkrum af stærstu verslunum Bónus: Miðhrauni í Garðabæ, Smáratorgi í Kópavogi, Holtagörðum í Reykjavík og Norðurtorgi á Akureyri.
Með hverju eggi sem selst renna 1.000 kr til okkar 💜