Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

6. febrúar 2024

Við fögnum því að nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun hefst haustið 2024 og hafa Alzheimersamtökin síðustu ár tekið virkan þátt í undirbúning námsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti niðurstöður Samstarfs háskóla fyrir árið 2023. Þetta er í annað sinn sem ráðherra úthlutar úr Samstarfi háskóla, en verkefnið miðar að því að auka gæði háskólanáms og samkeppnishæfni háskólanna.

Markmið námsins er að undirbúa og kenna 60 ECTS eininga nám til viðbótardiplómaprófs á meistarastigi í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Námið er þverfaglegt og kennt í fjarnámi, með tímasókn í hermikennslu í rauntíma auk vettvangsnáms. Markmiðið er að fagfólk sem útskrifast úr náminu geti veitt fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Verkefnið er liður í því að bregðast við þeirri heilbrigðis- og samfélagslegu áskorun sem heilabilun fylgir.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?