Maraþonsvikan - dagskrá

17. ágúst 2025

Það er stór vika framundan hjá okkur. Reykjavíkurmaraþonið á laugardaginn og ýmislegt í boði þessa vikuna í tengslum við það.

UPPHITUN

Við bjóðum öllum sem ætla að hlaupa, skokka, hlabba eða labba fyrir okkur í upphitun þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11:00 í H verslun.

Elísa Kristinsdóttir hlaupakona mætir og gefur góð ráð.

Þá fá öll varning (stuttermabol, buff og taupoka) frá samtökunum ásamt því að veittur verður 20% afsláttur af Nike vörum í versluninni.

BÁS OG STUÐNINGUR

Við verðum með bás á Fit&Run í Laugardalshöll þar sem hlauparar sækja gögnin sín. Þar er opið fimmtudag og föstudag frá kl. 14 til 20.

Þá verðum við með hvatningarstöð á okkar stað á Eiðisgranda (á móts við Grandaveg) á meðan á hlaupinu stendur og lofum öflugum stuðningi af hliðarlínunni. Þau sem vilja hvetja sitt fólk mega endilega koma til okkar á hvatningarstöðina.

ÁHEIT

Nú þegar hefur stór og góður hópur skráð sig til leiks sem ætlar að hlaupa til styrktar Alzheimersamtökunum. Eitthvað sem við erum innilega þakklát fyrir en við höfum undanfarin ár fengið ómetanlegan styrk frá hlaupurum á öllum aldri 💜

Skoða má hópinn góða hér og heita á einn eða fleiri.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?