Dagskrá desember

1. desember 2023

Þar sem desember getur stundum reynst fólki krefjandi, þá verða allir fjórir stuðningshópa samtakanna á dagskrá. Tveir hópar verða á sama degi en á sitthvorum tímanum og vonum við að þetta gagnist þeim sem þurfa.

Stuðningshópar desembermánaðar eru því sem hér segir, í húsnæði Alzheimersamtakanna, Lífsgæðasetri St. Jósefsspítala, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði:

·        Fyrir aðstandendur fólks með heilabilun; miðvikudaginn 6. desember kl. 13:30-15:00

·        Fyrir aðstandendur með maka með heilabilun á hjúkrunarheimili; miðvikudaginn 13. desember kl. 13:30-15:00

·        Fyrir aðstandendur fólks með Lewy-body sjúkdóm; miðvikudaginn 20. desember kl. 13:30-15:00

·        Fyrir yngri afkomendur fólks með heilabilun; miðvikudaginn 20. desember kl. 16:30-17:00

Á landsbyggðinni er svo fyrirhugaður stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun, þriðjudaginn 12. desember kl. 17:00 í félagsmiðstöðinni Sölku, Víðilundi 22 á Akureyri.

Auk stuðningshópa verður boðið upp á fræðslufund í desember og að þessu sinni mun Jón Snædal öldrunarlæknir mæta til okkar í Hafnarfjörðinn.

Fræðslan verður þriðjudaginn 12. desember frá kl. 16: 30-17:30 og ber hún titilinn “Lyfjameðferð við Alzheimersjúkdómi”. Mögulegt er að mæta til okkar í Hafnarfjörðinn og hlýða á Jón Snædal, en við bendum á að á að vegna eftirspurnar þá er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn og er það gert á eftirfarandi hlekk. Þau sem ekki eiga heimangengt eða ná ekki að skrá sig á fræðsluna í Hafnarfirði, er bent á að hægt er að hlusta á Jón Snædal í beinu streymi á heimasíðu okkar: Alzheimer.is og eins verður fræðslan tekin upp og upptökur aðgengilegar á heimasíðunni fljótlega þar á eftir.

Alzheimerkaffi í Reykjavík verður ekki á döfinni í desember, en það verður haldið Alzheimerkaffi í safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. desember frá 17:00-18:30. Næsta Alzheimerkaffi í Reykjavík verður haldið þann 25. janúar 2024 og verður auglýst nánar síðar.

Ykkur til upplýsinga þá verður skrifstofa Alsheimersamtakanna lokuð á milli jóla- og nýárs, en á því tímabili verður þó hægt að senda minningarkort í gegnum heimasíðu félagsins, beinn hlekkur hér.

Farið vel með ykkur, munið að njóta hvers dags og láta stressið ekki ná tökum á ykkur!

Vonumst til að desember einkennist af góðri samveru, slökun og smákökum 😉

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?