Human Forever
11. apríl 2025
Við erum í skýjunum eftir vel heppnað kvöld.
Takk kærlega öll sem mættuð á sýninguna Human Forever í Bíó Paradís. Það var einstakur andi í salnum þar sem einstaklingar með heilabilun, aðstandendur þeirra, starfsmenn í velferðarþjónustu, rekstraraðilar hjúkrunarheimila, ráðuneytisstarfsmenn, þingmenn og aðrir horfðu saman á þessa áhrifamiklu heimildarmynd.
Sérstaklega ánægjulegt var að fá Jonathan de Jong, framleiðanda myndarinnar, til landsins. Hann sagði frá gerð myndarinnar og tilgangi hennar en ástríða hans fyrir verkefninu var mjög áþreifanleg.
Við vonum að myndin vekji okkur öll til umhugsunar um hvernig við sem samfélag viljum hlúa að einstaklingum með heilabilun. Mikilvægast er að muna að í grunninn snýst þetta allt saman um manneskjur. Eins og titill myndarinnar segir segir erum við öll manneskjur til æviloka eða Human forever.