Herferð Alzheimersamtakanna
21. september 2022
21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar og það stendur mikið til. Í dag kynna Alzheimersamtökin átakið „Munum leiðina“ sem
er vitundarvakning Alzheimersamtakanna á Íslandi um málaflokkinn. Málþing verður haldið í dag og kynningarherferð samtakanna fer
af stað og samanstendur af nokkrum atriðum.
Málþingið er haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð 1 í salnum Skriða (Gamli Kennararháskólinn) kl. 16:30-18:30.
Beint streymi verður á heimasíðu samtakanna og fleiri miðlum og upptökur aðgengilegar eftir streymi.
Fundarstjóri er Sigurjón Þórðarson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Málþingið ber yfirskriftina „Tryggjum leiðina“
en þar koma fram sérfræðingar og aðstandendur.
Dagskráin:
Til tals er meðal Annars Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna í síma 844-6500, til tals á Málþinginu í dag er Hrefna Pedersen aðstandi.
Til að fá frekari upplýsingar um herferð samtakanna er hægt að hafa samband í síma 821-8333.