Herferð Alzheimersamtakanna

21. september 2022

21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar og það stendur mikið til. Í dag kynna Alzheimersamtökin átakið „Munum leiðina“ sem

er vitundarvakning Alzheimersamtakanna á Íslandi um málaflokkinn. Málþing verður haldið í dag og kynningarherferð samtakanna fer

af stað og samanstendur af nokkrum atriðum.

  • Fjólubláir bekkir hafa verið settir niður í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem mynda fallega leið.
  • Fjólublár merktur strætó fer af stað á laugardaginn 24.september og mun hann aka um höfuðborgarsvæðið frá 12:00-16:00. Framan á stendur MAN EKKI LEIÐINA og er bara spurning hvar fólk endar þegar það fer um borð?
  • Ný heimasíða samtakanna fer í loftið í dag https://www.alzheimer.is/
  • Auglýsingar á flestum miðlum með fallegu efni til að minna fólk á gerast Heilavinur og styrkja samtökin.
  • Lag herferðarinnar er lagið Minning með Ásgeir Trausta og þökkum við honum kærlega fyrir sitt framlag.
  • Málþing samtakanna fer fram í dag.
  •  

    Málþingið er haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð 1 í salnum Skriða (Gamli Kennararháskólinn) kl. 16:30-18:30. 

    Beint streymi verður á heimasíðu samtakanna og fleiri miðlum og upptökur aðgengilegar eftir streymi.

    Fundarstjóri er Sigurjón Þórðarson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Málþingið ber yfirskriftina „Tryggjum leiðina“

    en þar koma fram sérfræðingar og aðstandendur.

    Dagskráin:

  • Hvert stefnum við? Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
  • Seiglan - Þjónustu- og virknimiðstöð. Harpa Björgvinsdóttir verkefnastjóri Seiglunnar.
  • Reynslusaga úr Seiglunni. Hrefna Pedersen aðstandandi.
  • Greiðum leiðina - Greiningarferlið og eftirfylgd eftir greiningu. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala.
  • Byggjum brýr. Emil Emilsson aðstandandi.
  • Dönsum í takt - Bætt þjónusta í heimahúsi til framtíðar. Margrét Guðnadóttir sérfræðingur í heimahjúkrun og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
  • Tónlistarflutningur. Guðmundur R. og Bjarni Halldór.
  •  

    Til tals er meðal Annars Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna í síma 844-6500, til tals á Málþinginu í dag er Hrefna Pedersen aðstandi.

    Til að fá frekari upplýsingar um herferð samtakanna er hægt að hafa samband í síma 821-8333.

    Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?