Grundarfjörður skartar fjólubláum bekk
21. nóvember 2025
Grundarfjörður er nýjasti bærinn til að setja upp fjólubláan bekk sem miðar að því að efla fræðslu og stuðla að opnari umræðu um heilabilun. Bekkurinn stendur á gangstíg við Hrannarstígs í nágrenni við dvalarheimilið Fellaskjól og Paimpolgarðinn sem er afar friðsælt og fallegt svæði 💜
Það var að frumkvæði bæjarstýrunnar sem bekkurinn var settur upp en þjónustumiðstöð Grundarfjarðar málaði hann og setti upp.
Setja upp bekk
Ef þitt bæjarfélag hefur áhuga á að setja upp bekk þá má endilega hafa samband við okkur í síma 533 1088 eða senda okkur tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is
