Fræðsluerindi í Reykjavík
12. maí 2025
Nýverið héldum við fræðsluerindi um starfsemi samtakanna, heilabilun og samskipti á tveimur stöðum í Reykjavík.
Fyrra erindið fór fram í Félagsmiðstöð eldri borgara og öryrkja að Norðurbrún 1, að beiðni virkniþjálfa á staðnum. Seinna erindið var haldið á starfsdegi starfsmanna í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, þar sem sköpuðust líflegar og gagnlegar umræður.
Það er okkur alltaf ánægjulegt og mikilvægt að fá tækifæri til að miðla fræðslu af þessu tagi. Eitt af hlutverkum samtakanna er að auka þekkingu og skilning á heilabilun og þeim áskorunum sem fylgja sjúkdómnum, sem og veita gagnlegar ráðleggingar.
Við þökkum fyrir góðar móttökur og minnum á að hægt er að óska eftir fræðslu með því að senda tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is