Fjólublár bekkur á Raufarhöfn

5. janúar 2026

Á Raufarhöfn hefur nú verið settur upp fjólublár bekkur sem ætlað er að vekja athygli á heilabilun og stuðla að fræðslu og opnari umræðu um málefnið í samfélaginu.

Að sögn Óskars Óskarssonar, verkstjóra í áhaldahúsi bæjarins, þótti mikilvægt að fá bekk á Raufarhöfn eftir að slíkur var settur upp á Húsavík, enda tilheyra báðir staðir Norðurþingi. Bekkurinn er staðsettur fyrir framan heilsugæsluna, þar sem gott útsýni er út á sjó.

Á bekknum er nú einnig platti merktur Alzheimersamtökunum. Samtökin hafa nýverið tekið upp þessa merkingu, sem er bæði endingarbetri og hentugri í viðhaldi en málað letur.

Setja upp bekk

Ef þitt bæjarfélag hefur áhuga á að setja upp bekk þá má endilega hafa samband við okkur í síma 533 1088 eða senda okkur tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?