Fjólubláum bekkjum fjölgar í Stykkishólmi
28. október 2025
Í Stykkishólmi má nú finna þrjá fjólubláa bekki en um nokkurt skeið hefur einn fjólublár bekkur verið fyrir utan ráðhúsið.
Fulltrúar Aftanskin, félag eldri borgara hafði samband við sveitarfélagið með ósk um að fá að mála fleiri bæjarbekki í fjólubláum lit. Hugmyndin um það hafði kviknað eftir fræðsluerindi Alzheimersamtakanna í Stykkishólmi í ágúst. Sveitarfélagið útvegaði þeim málningu og aðstöðu en félagsmenn sáu um að mála bekkina 💜
Tilgangur bekkjanna er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu. Þá verða þeirra einnig vonandi notaðir sem mest hvort sem er til að hvíla lúin bein, ræða málin eða bara njóta umhverfisins.
Setja upp bekk
Ef þitt bæjarfélag hefur áhuga á að setja upp bekk þá má endilega hafa samband við okkur í síma 533 1088 eða senda okkur tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is

