Fjólubláir bekkir í Suðurnesjabæ
23. október 2025
Fjólubláum bekkjum heldur enn áfram að fjölga víða um land. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu.
Nú hafa tveir bekkir verið settir upp í Suðurnesjabæ. Einn við túnið hjá dvalarheimilinu við Garðbraut og hinn við húsið á horni Tjarnargötu og Garðskagavegar. Sveitarfélagið festi kaup á bekkjunum og sá um að mála þá í fjólubláum lit💜
Bekkjaganga
Á vorin höldum við svokallaða bekkjagöngu sem er liður í því að stuðla að líkamlegri og félagslegri virkni. Nú eru bekkir í yfir 20 sveitarfélögum um landið og vonumst við til að haldnar verði göngur sem víðast næsta vor.
Setja upp bekk
Ef þitt bæjarfélag hefur áhuga á að setja upp bekk þá má endilega hafa samband við okkur í síma 533 1088 eða senda okkur tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is
