Einlægt og fallegt viðtal
13. janúar 2026
Í Kastljósi var á dögunum sýnt viðtal við hjónin Halldór Árnason og Þórunni Sigríði Einarsdóttur. Halldór greindist með Alzheimer í sumar og hefur hann rætt opinskátt um þá reynslu. Hann segir að það sé vont þegar fólk vilji ekki tala við hann og miklu betra að tala við fólk sem veit hver staðan er.
Þegar Halldór fékk vísbendingar um að mögulega væri hann að þróa með sér alzheimer fór hann að skrifa um atburði hversdagsins, en líka um það hvernig honum líður sem ferðalangi á leið inn í óminnislandið, eins og hann orðar það.
Einstaklega fallegt viðtal við þau hjónin sem eru góðar fyrirmyndir 💜