#Dætur fræðslufundur

27. september 2023

Fræðslufundur október mánaðar fjallar um aukna vitund, umræðu og skilning í samfélaginu sem skiptir fólk með heilabilun og aðstandendur þess öllu máli.

Fyrirlestur frá #DÆTUR sem eiga það sameiginlegt að vera mæður barna á leik- og grunnskólaaldri, virkir þátttakendur í atvinnulífinu og dætur foreldris með heilabilun. Sigríður Pétursdóttir og Árný Ingvarsdóttir leiða hópinn og segir frá reynslu þeirra með samverunni og samstöðunni. #DÆTUR hlupu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2023 og segja okkur frá þeirri upplifun.

Fjölmennum í Hafnarfjörðinn og fræðumst saman. Fyrir þá sem komast ekki á staðinn þá verðum við í beinu streymi og upptökur aðgengilegar eftir fundinn.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?