Vel heppnuð bekkjaganga

10. júní 2024

Fyrsta bekkjarganga Alzheimersamtakanna fór fram laugaradaginn 8. júní þegar gengið var frá fjólubláa bekknum við Sundhöllina í Hafnarfirði og að skrifstofu samtakakanna í Lífsgæðasetrinu í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi heppnast vel en hátt í hundrað manns mættu, bæði í gönguna og kaffi eftir gönguna í Lífsgæðasetrinu. Ljóst að þessi viðburður er kominn til að vera.

Bekkjagangan er liður í því að stuðla að líkamlegri og félagslegri virkni sem eru mikilvægir þættir almennrar heilsu. Einnig hafa rannsóknir sýnt að meðal annars með því að vera líkamlega og félagslega virk getum við minnkað líkur á heilabilun, hægt á framgangi sjúkdóma sem valda heilabilun og einnig minnkað einkenni.

Takk öll fyrir komuna og sjáumst að ári 💜

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?