Bekkjaganga og Alzheimerkaffi á Akureyri

16. júní 2025

Í upphafi mánaðarins var haldin bekkjaganga á Akureyri og henni samtvinnað við síðasta Alzheimerkaffi vetrarins.

Fjólublár bekkur við Drottningabraut

Veðrið lék því miður alls ekki við hópinn en hluti hans klæddi sig upp og gekk að fjólubláa bekknum við Drottningabrautina sem var settur upp þar fyrr í vetur.

Tilgangur slíkrar bekkjagöngunnar, sem var haldin í Hafnarfirði og á Höfn í lok maí, er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu. Gangan er einnig liður í að efla bæði líkamlega og félagslega virkni, sem eru lykilþættir góðrar heilsu.

Pizza og söngur í safnaðarheimilinu

Eftir gönguna var notaleg samverustund í safnaðarheimili Akureyrarkirkju eða svokallað Alzheimerkaffi. Að þessu sinni var boðið í pizzuveislu, kaffi og gotterí. Þá kom söngvarinn Magni og tók nokkur lög og fékk hópinn einnig til að syngja með. Þetta var ákaflega góður endir eftir samveru vetrarins en einnig ánægjulegt að sjá ný andlit.

Alzheimerkaffi fyrsta fimmtudag í mánuði

Alzheimerkaffi er að jafnaði haldið fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17 í safnaðarheimili Akureyrarkaffi yfir vetrarmánuðina. Það er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra og tilvalinn vettvangur til að hittast, spjalla og gæða sér á kaffi og veitingum. Engin þörf á að skrá sig - bara að mæta. Kaffigjald er 500 kr.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?