Bekkjaganga í Hafnarfirði og á Höfn
26. maí 2025
Síðasta laugardag héldum við bekkjagöngu í Hafnarfirði og á Höfn. Þetta var annað árið í röð sem gangan var haldin í Hafnarfirði en í fyrsta sinn sem gengið var á Höfn.
Á báðum stöðum hófst gangan við fínu fjólubláu bekkina í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Tilgangur bekkjagöngunnar er annars að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu. Gangan er einnig liður í að efla bæði líkamlega og félagslega virkni, sem eru lykilþættir góðrar heilsu.
Afmæliskaka í St Jó
Í Hafnarfirði endaði gangan í húsnæði Alzheimersamtakanna í St Jó þar sem boðið var upp á afmælisköku en gangan var einnig hluti af 40 ára afmælisfögnuði okkar í ár.
Þakkir og eigin ganga í Danmörku
Við þökkum öllum sem tóku þátt fyrir samveruna. Þá þökkum við einnig fyrir góðar kveðjur sem okkur bárust frá Danmörku frá einstaklingum sem ákváðu að halda sína eigin bekkjagöngu þar sem þau gátu ekki mætt í okkar. Slík samstaða er okkur dýrmæt og hvetjandi.