Alzheimersamtökin 40 ára
17. janúar 2025
Við horfum stolt til baka og fögnum þeim árangri sem náðst hefur í starfi samtakanna frá stofnun þeirra árið 1985. Mikill fjöldi sjálfboðaliða og velunnara hafa í gegnum árin gert samtökunum kleift að vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra.
Við horfum bjartsýn til framtíðar og munum halda áfram að sinna því mikilvæga starfi af jákvæðni, umhyggju, virðingu og framsækni.
Starfsemi samtakanna á árinu 2025 mun litast af þessum tímamótum þar sem við nýtum öll tækifæri til þess að fagna afmælinu. Stærsti viðburður ársins og hinn eiginlegi afmælisfögnuður verður 40 ára afmælisráðstefna Alzheimersamtakanna sem mun fara fram á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 20. september 2025. Tökum daginn frá og fögnum saman.
Til hamingju öll!