Alþjóðlegur dagur Lewy body í Lífsgæðasetrinu

29. janúar 2026

Í gær var alþjóðlegur dagur Lewy body, sem hefur það að markmiði að auka vitund og skilning á einum algengasta sjúkdóm sem veldur heilabilun.

Af því tilefni vorum við með opið hús hjá okkur í Lífsgæðasetrinu. Mætingin var góð og stemningin falleg og afslöppuð. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá nokkra gesti koma til okkar í fyrsta sinn, eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.

Starfsfólk samtakanna sagði stuttlega frá starfi sínu. Þá var sýnd stikla úr íslensku heimildarmyndinni Á meðan ég get, sem er í vinnslu hjá Rec Media og fjallar um Lewy body. Fyrir sýninguna sögðu hjónin Hafsteinn og Kolbrún nokkur orð, en Hafsteinn er með Lewy body. Sonur þeirra, Halldór Frank, er starfsmaður Rec Media og á heiðurinn að því að myndin er að verða til.

Við þökkum öllum sem komu innilega fyrir komuna.

Að lokum viljum við benda á Facebook-hópinn Lewy body Ísland, þar sem hægt er að miðla upplýsingum og eiga samskipti um málefni tengd Lewy body.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?