Alzheimerkaffi

Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Alzheimerkaffi er tilvalinn vettvangur til að hittast og eiga notalega samverustund.

Hugmyndin er ættuð frá Hollandi en í dag eru rekin svokölluð Alzheimer Café víða í Evrópu. Þar fram fer fræðsla, spjall, kaffi, hljóðfæraleikur og gjarnan söngur. Í Hollandi eru sem dæmi um 200 slík kaffihús.

Hvað fer fram?

Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm. Einnig að vera vettvangur fyrir nýjungar og þróun.

Á dagskránni er spjall, fræðsla, kaffi og söngur.

Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta!

Landsbyggðin

Alzheimerkaffi eru einnig haldin á landsbyggðinni og er skipulag oft í höndum Alzheimertengla sem eru staðsettir víðs vegar um landið. Tenglar starfa hver í sínu nærumhverfi, á eigin vegum og/eða í samvinnu við Alzheimersamtökin.

Hlutverk tengla er að veita upplýsingar um Alzheimersamtökin og starfsemi þeirra. Miðla þekkingu um helstu heilabilunarsjúkdóma. Veita stuðning og ráðgjöf í sinni heimabyggð. Stuðla að því að opna umræðuna um heilabilun með því að miðla af reynslu sinni og standa fyrir viðburðum á sínu svæði.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?