Fræðsluleikrit um he...

Fræðsluleikrit um heilabilun: Ef ég gleymi

Fræðsluleikrit um heilabilun: Ef ég gleymi. Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 21.september kl. 16:30. Eftir sýninguna verða opnar umræður með Bryndísi B.Þórhallsdóttur, Hildi Eir Bolladóttur og Sigrúnu Waage. Miðasala á www.mak.is og www.tix.is. Ef ég gleymi var hluti af lokaverkefni Sigrúnar Wasage í M.Art.Ed við Listaháskóla Íslands vorið 2022. Tilgangur með framkvæmdinni var tvíþættur. Annars vegar að nýta þann miðil sem leikritið er til að fræða og vekja fólk til umhugsunar um Alzheimersjúkdóminn og skapa umræðu um hann. Hins vegar var tilgangur framkvæmdarinnar að fá fram einhverjar vísbendingar um hvort leikritið gæti miðlað fræðslu um Alzheimersjúkdóminn.

Fræðsluleikrit um heilabilun: Ef ég gleymi

Menningarhúsið Hof Akureyri

kl 16:30

Sigrún útskrifaðist með BFA gráðu í leiklist frá New York University Tisch School of the Arts. Hún er með Diploma í söng, söngkennslu og raddþjálfun frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og M.Art.Ed gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Sigrún hefur leikið fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún framleiddi og lék aðalhlutverkið í leikritinu Ég heiti Guðrún í samstarfi við Þjóðleikhús árið 2018.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?