Styrktartónleikar
Styrktartónleikar Alzheimersamtakanna fara fram í Bæjarbíó sunnudaginn 19. mars klukkan 19:00. Glæsilegir listamenn stíga á svið. Eyþór Ingi, Margrét Eir, Júlí Heiðar og Guðrún Árný flytja hugljúfa tóna fyrir gesti. Kynnir kvöldsins er Felix Bergson.
Tónlist og heilabilunarsjúkdómar hafa þá töfra að geta dansað saman og þeir sem þjást af sjúkdómnum og
aðstandendur þeirra fá þarna tækifæri til að setjast niður saman og eiga yndislega kvöldstund þar tónlistinn, söngur og
gleði ráða ríkjum. Með því að mæta eru gestir að styrkja samtökin sem eru með það sem að aðal markmið að þjónusta
og styðja við þá sem glíma við heilabilun af ýmsu tagi. Takmarkað magn miða er í boði og aðeins þessir einu tónleikar
þann 19.mars.
19. mars 2023
kl 19:00
